Scott og Drake stefnt vegna hörmunganna

Fjölmargir hafa minnst hinna látnu.
Fjölmargir hafa minnst hinna látnu. AFP

Lögmannsstofa í Texasríki í Bandaríkjunum hefur höfðað einkamál á hendur tónlistarmönnunum Travis Scott og Drake fyrir að hvetja til óreiðu og upplausnar á tónleikum á Astroworld-tón­leika­hátíðinni í Houston á föstudag. Átta létust og fjöl­marg­ir særðust eft­ir að hafa troðist und­ir í öngþveiti við svið tón­leik­anna þar sem Scott stóð í miðjum flutningi.

Hin látnu voru á aldr­in­um 14 til 27 ára en ofsa­hræðsla braust út þegar mann­fjöld­inn þrýsti sér fram­ar að sviði tón­leik­anna og þurftu fjölmargir á aðhlynningu að halda vegna áverka.

Lögmannsstofa Thomas J. Henry höfðar málið fyrir hönd hins 23 ára Kristian Paredes en hann slasaðist alvarlega í troðningnum.

Travis Scott.
Travis Scott. AFP

Auk Scott og Drake er tónleikahaldara stefnt fyrir dóm.

Tónleikagestir hafa lýst algjörri upplausn þegar fjöldi fólks braust inn á svæðið sem varð til þess að gestir þrýstust stöðugt nær sviðinu.

Þrátt fyrir að Scott sé stefnt vegna málsins hefur áður komið fram í fréttum að hann hafi gert hlé á flutningi sínum þegar hann sá að einhverjir tónleikagesta voru í vandræðum.

Drake.
Drake. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir