Britney í gulum g-streng

Britney Spears kemur til dyranna eins og hún er klædd.
Britney Spears kemur til dyranna eins og hún er klædd. Skjáskot/Instagram

Söngkonan Britney Spears hefur verið óhrædd við að deila djörfum myndum af sér á Instagram. Deildi hún enn einni slíkri með aðdáendum sínum fyrr í vikunni. Síðustu misseri hefur hún verið að taka sig á í líkamsrækt undir handleiðslu unnusta síns, Sams Asghari, en hann er einkaþjálfari að mennt. Ekki þykir ótrúlegt að Spears gleðjist yfir þeim árangri sem hún hefur náð með því að stunda líkamsrækt að staðaldri og þörfin fyrir að sýna fleirum árangur erfiðisins náist með myndbirtingum af þessu tagi.

Spears sýndi aftanverðar líkamslínur sínar þar sem hún var klæddist engu nema gulum blúndu g-streng. Hafði hún stillt sér upp við hjónarúmið í svefnherberginu og glitta mátti í Mínu mús bangsa á rúmstokknum. Myndirnar sagðist hún hafa tekið sjálf með ljósmyndavél sem hún hafði komið fyrir á þar til gerðu statífi og sett á tímastillingu. 

„Ég notaði alvöru myndavél í fyrsta skipti til þess að taka þessari myndir inni í herberginu mínu. Ég setti hana á myndavélastandinn, setti á tímastillingu og þetta var útkoman,“ sagði Britney Spears við myndafærsluna. „Þetta er guli þvengurinn minn og Mína Mús á rúminu fyrir mig,“ sagði hún einnig og merkti nafn tuskudýrsins við færsluna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar