Bandaríski leikarinn Dean Stockwell, sem átti yfir 70 ára feril í leiklistinni, lést á sunnudaginn, 85 ára gamall.
Heimildir Variety herma að Stockwell hafi látist í svefni á heimili sínu.
Á meðal þekktustu hlutverka hans voru í sjónvarpsþáttunum Quantum Leap, Air Force One og myndum Davids Lynch, Dune og Blue Velvet.
Dean Stockwell, star of the TV series "Quantum Leap" and Oscar nominee for "Married to the Mob," died early Sunday morning at home, peacefully and of natural causes ... TMZ has learned. https://t.co/gvF5hU4cnS
— TMZ (@TMZ) November 9, 2021
Stockwell hóf feril sinn í myndinni Valley of Decision árið 1945.
Í Quantum Leap lék hann „Al“ Calavicci en fimm þáttaraðir voru sýndar frá 1989 til 1993. Þar var Scott Bacula í aðalhlutverki sem Dr. Sam Beckett.