Eru þær of gamlar fyrir sjónvarp?

Sarah Jessica Parker segist vita nákvæmlega hvernig hún lítur út. …
Sarah Jessica Parker segist vita nákvæmlega hvernig hún lítur út. Hún þurfi ekki aðra til að segja sér hvort hún sé of gömul eða ekki. AFP

Nokkuð hefur borið á háværum röddum sem segja að stöllurnar úr Beðmálum í borginni séu orðnar of gamlar til þess að taka upp fyrri hlutverk sín í þáttaröðinni And Just Like That. Sarah Jessica Parker, sem er 56 ára, blæs á þær raddir í nýju viðtali við Vogue.

„Það er svo mikið af skvaldri sem á rætur að rekja til kvenhaturs. Þetta yrði aldrei sagt um karlmenn. Grátt hár, grátt hár, grátt hár. Hefur hún grátt hár? Ég sit með Andy Cohen og hann hefur ekkert nema grátt hár, og hann er frábær. Af hverju má hann hafa grátt hár? Ég veit ekki hvað skal segja!

Þetta á sérstaklega við um samfélagsmiðla. Þar hafa allir eitthvað að segja. „Hún er með svo margar hrukkur, hún er ekki með nógu margar hrukkur.“ Það er næstum eins og fólk vilji ekki að okkur líði vel akkúrat eins og við erum. Líkt og fólk hlakki yfir að við kveljumst yfir því hver við erum í dag. Hvort við veljum að eldast með náttúrulegum hætti og líta ekki fullkomlega út eða hvort við gerum eitthvað sem lætur manni líða betur með sig. Ég veit hvernig ég lít út. Ég hef ekkert val. Hvað ætla ég að gera í því? Hætta að eldast? Hverfa?“ spyr Parker.

View this post on Instagram

A post shared by Vogue (@voguemagazine)



Cynthia Nixon, Sarah Jessica Parker og Kristin Davis hafa verið …
Cynthia Nixon, Sarah Jessica Parker og Kristin Davis hafa verið að taka upp And Just Like That. Skjáskot/Twitter
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen