Þúsundir vilja Scott af Coachella

Travis Scott.
Travis Scott. AFP

Þúsundir hafa skrifað undir áskorun þess efnis að tónlistarmaðurinn Travis Scott komi ekki fram á Coachella-tónlistarhátíðinni sem fer fram á næsta ári. Átta létust á tónlistarhátíð Scotts, Astroworld, um helgina þegar þeir tróðust undir í mannfjöldanum. 

Scott hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir viðbrögð sín á tónleikunum, en samkvæmt heimildum BBC spilaði hann í hátt í 40 mínútur eftir að ljóst var að fólk var að troðast undir og slasast. Scott hefur varist ásökunum og sagst ekki hafa tekið eftir því að fólk væri að troðast undir. 

Fórnarlömbin á tónleikunum voru á aldrinum 14 til 27 ára og hafa verið nafngreind. Danish Baig, Madison Dubiski, Rudy Pena, Jake Jurinek, Franco Pation, Axel Acosta, Brianna Rodriguez og John Hilgert létust á tónleikunum. 

Yfir 15 þúsund hafa skrifað undir áskorunina á Change.org.

Höfðu áhyggjur fyrir tónleikana

Skipuleggjendur hátíðarinnar og stjórnvöld í borginni vissu að það gæti orðið erfitt að hafa stjórn á mannfjöldanum á hátíðinni. Á hátíðinni fyrir tveimur árum reyndist það mjög erfitt og því höfðu skipuleggjendur reynt að haga skipulaginu betur. 

Fleiri lögreglumenn voru fengnir til að standa vaktina á tónleikunum og einnig voru ráðnir inn fleiri menn í öryggisgæslu. Lögreglustjórinn í Houston taldi að vel hefði verið staðið að undirbúningnum og var bjartsýnn fyrir helgi. 

Áður hafa komið upp atvik á tónleikum Scotts sem hafa valdið áhyggjum. Árið 2015 var hann ákærður fyrir að stofna lífi fólks í hættu, eftir að hann hvatti aðdáendur sína til að hunsa öryggisgæslumenn og hlaupa upp á svið. Tveimur árum seinna á tónleikum hans kom hann auga á aðdáanda sem hafði klifrað upp í staur og hvatti Scott hann til að stökkva út í mannfjöldann. 

Á Astroworld árið 2019 slösuðust þrír aðdáendur hans eftir að mannfjöldinn færði sig nær sviðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir