Fjöllistamaðurinn Kanye West er kominn með kærustu. Sú heppna heitir Vinetria og er fyrirsæta. West stendur nú í skilnaði við eiginkonu sína Kim Kardashian, en hún sótti um skilnað við hann í febrúar á þessu ári.
Vinetria, sem er 22 ára og þar með 22 árum yngri en West sem er 44 ára. Þau hafa verið að hittast í nokkrar vikur og fóru meðal annars saman á körfuboltaleik um helgina.
Þetta er önnur konan sem West er orðaður við eftir skilnaðinn við Kardashian, en í sumar var hann sagður hafa slegið sér upp með fyrirsætunni Irinu Shayk. Það ástarævintýri var þó ekki langt.