Malala Yousafzai er gift kona

Malala Yousafzai og Asser Malik gengu í hjónaband í gær.
Malala Yousafzai og Asser Malik gengu í hjónaband í gær. Ljósmynd/Instagram

Nóbelsverðlaunahafinn Malala Yousafzai er gengin í hjónaband. Þessu greindi hún frá á samfélagsmiðlum í gær. Yousafzai gekk að eiga Asser Malik í lítilli athöfn í Birmingham á Englandi. 

„Í dag er einstakur dagur í lífi mínu. Við Asser gengum í hjónaband og lofuðum hvort öðru að vera saman að eilífu. Við fögnuðum með lítilli nikkah athöfn heima í Birmingham með fjölskyldum okkar. Sendið okkur bænir ykkar. Við erum spennt að halda í ferðalag lífsins saman,“ skrifaði Yousafzai. 

Yousafzai var skot­in í höfuðið af her­mönn­um talíbana fyr­ir að berj­ast fyr­ir rétti stúlkna til mennt­un­ar í heimalandi sínu, Pak­ist­an. Hún lifði skotárás­ina af og flutt­ist fjöl­skylda henn­ar í kjöl­farið bú­ferl­um ti Englands Bir­ming­ham á Englandi.

Yousafzai hef­ur í kjöl­farið gefið út bók­ina Ég er Malala og varð friðar­verðlauna­hafi Nó­bels yngst manna árið 2014, þá aðeins 17 ára göm­ul. Í dag er hún 24 ára og lauk á síðasta ári námi við Oxford háskóla.

View this post on Instagram

A post shared by Malala (@malala)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar