Önnur sería af Squid Game verði gerð

Hwang Dong-hyuk er höfundur Squid Game.
Hwang Dong-hyuk er höfundur Squid Game. AFP

Hwang Dong-hyuk, höfundur þátta Squid Game, hefur gefið í skyn að önnur sería af þáttunum vinsælu verði framleidd.

„Það er búið að vera svo mikil pressa, svo mikil eftirspurn, og svo mikil ást. Við eigum engra annarra kosta völ,“ sagði Hwang Dong-hyuk viðtali.

Squid Game hafa slegið í gegn síðan þeir komu út fyrr í haust á streymisveitunni Netflix og hafa 142 milljónir heimilia horft á þættina. Talið er að hagnaður Netflix af þáttunum sé um 900 milljónir bandaríkjadala. 

„Ég lofa ykkur því. Gi-hun mun snúa aftur. Hann mun gera eitthvað fyrir heiminn,“ sagði höfundurinn. Netflix hefur ekkert gefið út um hvort önnur sería sé á leiðinni eða ekki. „Það er verið að ræða gerð annarrar seríu, en ekkert hefur verið staðfest,“ sagði talsmaður Netflix.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar