Deilt um kynþokka Rudds

Er Paul Rudd sá kynþokkafyllsti?
Er Paul Rudd sá kynþokkafyllsti? AFP

Bandaríski leikarinn Paul Rudd var valinn kynþokkafyllsti maður heims af tímaritinu People í gær. Magrir fagna valinu og segja Rudd vel að því kominn. Aðrir eru hins vegar alls ekki sammála. Rudd búi yfir mörgum góðum eiginleikum, en að kynþokkafullur sé hann ekki. 

Nicki Gostin, blaðamaður New York Post, tjáir sig opinskátt í skoðanagrein á vef blaðsins í gær. Þar segir hún að kynþokka bregði fyrir í mörgum myndum. Rudd sé ekki kynþokkafullur og að það sé hann fullkomlega meðvitaður um sjálfur. Tekur hún þar dæmi um mann sem sé kynþokkinn upp málaður: Regé-Jean Page. 

Page er leikarinn sem gerði allt vitlaust í þáttunum Bridgerton sem kom út um síðustu jól á streymisveitunni Netflix. Gostin segir Rudd vera mun jarðbundnari mann og maður geti hugsað sér að eyða með honum kvöldstund yfir Netflix, á náttfötum með snakk í skál.

Aðrir sem áður hafi hreppt titilinn hafi verið mun kynþokkafyllri og fyrst og fremst mun meira spennandi.  

Paul Rudd er 52 ára.
Paul Rudd er 52 ára. AFP

„Kannski er þetta val merki um hversu erfiða tíma við lifum á. Ef þú ert eins og ég, liggur uppi í rúmi á kvöldin og hefur áhyggjur af kórónuveirufaraldrinum og umhverfismálum, þá ert þú kannski að leita að huggun í stað spennu. Og kannski er Paul Rudd eins og kósý kasmír teppi, bara teppi sem er með græn augu og broshrukkur við augun. Bara að huga um það lætur mér líða betur. Kannski er titilinn Þægilegasti maður heims laus?“

Stuart Heritage, blaðamaður The Guardian, er algjörlega ósammála Gostin og segir það hreint út í fyrirsögninni á skoðanapistli sínum á vef Guardian. „Ertu hrifinn af Paul Rudd? Ef þú segir nei ertu annað hvort lygari eða siðblindingi“ er fyrirsögn Heritage. 

Paul Rudd árið 2013.
Paul Rudd árið 2013. AFP

Í pistli sínum fagnar hann valdinu á Rudd. Hann segir samfélag mannanna vera í mikilli lægð, þar sem fólk geti ekki komið sér saman um neitt og fólk hnakkrífist um hin minnstu smáatriði. Nú sé loksins kominn maður sem við getum öll verið sammála um að sé kynþokkafyllsti maður heims. 

„Af öllum þeim karlmönnum sem eru á lífi, þá er Rudd kynþokkafyllri en allir þeir. Hann er kynþokkafyllri en Michael B. Jordan, sem var valin kynþokkafyllstur á síðasta ári. Kynþokkafyllri en John Legend, sem var valin kynþokkafyllstur árið þar á undan.“

Heritage bendir á viðbrögð Rudds þegar honum var tilkynnt að hann væri sá kynþokkafyllsti. „Ég ætla að nýta mér þetta. Ég ætla að eigna mér þetta. Ég ætla ekki að reyna að vera eitthvað „Ó ég er svo hógvær“. Ég ætla að gera nafnspjöld. Ég vona að ég fái loksins boð í einhver svona kynþokkafull kvöldverðarboð með Clooney og Pitt og B Jordan. Og ég sé fyrir mér að ég verði mun meira á snekkjum,“ sagði Rudd við People. 

„Rudd hefur alltaf tekist að vera myndarlegur á þann hátt að það er eiginlega kraftaverk. Það er ekki bara það að hann brýtur öll lögmál um hvernig maður eldist,“ skrifar Heritage. 

Hann segir Rudd hafa bara orðið kynþokkafyllri með árunum og eftir að hann komst á launaskrá Marvel hafi hann orðið enn kynþokkafyllri. „Hann er fallegur. Hann er með fallegt hár. Hann er fyndinn. Hann er nógu skrítinn til að gera stiklu fyrir Ant-Man þar sem eina sem þeir Michael Douglas gera er að skella saman lærunum og kalla orðið ants aftur og aftur. Þetta, dömur mínar og herrar, er það sem orðið kynþokkafullur var skapað fyrir.“

Paul Rudd á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 2019.
Paul Rudd á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 2019. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar