Íslandsstofa gerir grín að Metaverse

Jörundur Ragnarsson og náði Mark Zuckerberg vel í auglýsingunni.
Jörundur Ragnarsson og náði Mark Zuckerberg vel í auglýsingunni. Samsett mynd

Inspired By Iceland gerir stólpagrín að Mark Zuckerberg, forstjóra Meta, í nýrri auglýsingu sem frumsýnd var í dag. Þar fer leikarinn Jörundur Ragnarsson með hlutverk „Zack Mossbergsson“ og sýnir hvernig engin sýndarveruleiki er nauðsynlegur til að njóta íslenskrar náttúru. 

Zuckerberg er stofnandi Facebook en fyrirtækið breytti nýverið um nafn og heitir nú Meta. Þá kynnti fyrirtækið einnig til leiks sýndarveruleikaheim, Metaverse. 

Auglýsing Inspired By Iceland, sem er í umsjón Íslandsstofu, vísar með augljósum hætti í kynningarmyndbönd Meta, en þar er kynntur til sögunnar Icelandverse. Icelandverse er að sögn Mossbergsson raunverulegur raunveruleiki þar sem ekki er þörf á sýndarveruleika. 

Hér fyrir neðan má sjá auglýsingu Inspired By Iceland.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan