Hljómsveitin Baggalútur hefur gefið út nýtt jólalag. Lagið ber titilinn Styttist í það og á ættir sínar og innblástur að rekja til Ítalíu.
Textinn lýsir óttablandinni tilhlökkun og örvæntingarfullum hátíðaundirbúningi pars, í aðdraganda jóla. Sérlegur gestur Baggalúts í þessu lagi er Bryndís Jakobsdóttir.