Nýi Bónusgrísinn umdeildur

Nýi grísinn (t.v.) og gamli grísinn (t.h.).
Nýi grísinn (t.v.) og gamli grísinn (t.h.). Samsett mynd

Lágvöruverslunin Bónus hefur kynnt til sögunnar nýtt einkennismerki verslunarinnar. Um er að ræða nýjan grís, en grísasparibaukur hefur verið aðaleinkennismerki Bónus allt frá því fyrstu verslanirnar opnuðu árið 1989.

Nýi grísinn prýðir nú auglýsingar frá versluninni líkt og sá gamli, og þykir hann ekki jafn skemmtilegur og sá gamli. Margir hafa gagnrýnt útlit nýja gríssins á Twitter. 

Bónus kynnti ekki bara nýjan grís til sögunnar í dag heldur hefur afgreiðslutími verslana einnig verið lengdur til að koma til móts við þarfir neytenda. Nú verður opið frá 10-20 í verslunum Bónus á Smáratorgi, Skeifunni, Spöng, Fiskislóð, Helluhrauni, Mosfellsbæ og í Langholti á Akureyri alla daga.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar