Vissi alltaf að Rudd væri kynþokkafullur

Jennifer Aniston finnst Paul Rudd vera kynþokkafullur.
Jennifer Aniston finnst Paul Rudd vera kynþokkafullur. Samsett mynd

Leikarinn Paul Rudd var valinn kynþokkafyllsti maður heims fyrr í vikunni af tímaritinu People. Mikið hefur verið deilt um útnefninguna og kom valið sumum á óvart. Stjarnan Jennifer Aniston hefur hins vegar alltaf verið meðvituð um kynþokka leikarans. 

Aniston er góð vinkona Rudds og hefur leikið með honum. „Þetta gerir mig svo glaða,“ skrifaði Aniston í sögu á Instgram. „Við höfum alltaf vitað þetta en Paul Rudd er formlega kynþokkafyllsti maður í heimi að mati People.“

Leikkonan birti gamla mynd af þeim saman og sagði leikarann ekki eldast, sem væri skrítið. „En við elskum þig samt,“ skrifaði hún og á hún þar líklega við sig og aðra vini hans. 

Jennifer Aniston tjáði sig um kynþokka Pauls Rudds á Instagram.
Jennifer Aniston tjáði sig um kynþokka Pauls Rudds á Instagram. Skjáskot/Instagram
Jennifer Aniston og Paul Rudd hafa verið vinir lengi.
Jennifer Aniston og Paul Rudd hafa verið vinir lengi. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar