Leikarinn Paul Rudd var valinn kynþokkafyllsti maður heims fyrr í vikunni af tímaritinu People. Mikið hefur verið deilt um útnefninguna og kom valið sumum á óvart. Stjarnan Jennifer Aniston hefur hins vegar alltaf verið meðvituð um kynþokka leikarans.
Aniston er góð vinkona Rudds og hefur leikið með honum. „Þetta gerir mig svo glaða,“ skrifaði Aniston í sögu á Instgram. „Við höfum alltaf vitað þetta en Paul Rudd er formlega kynþokkafyllsti maður í heimi að mati People.“
Leikkonan birti gamla mynd af þeim saman og sagði leikarann ekki eldast, sem væri skrítið. „En við elskum þig samt,“ skrifaði hún og á hún þar líklega við sig og aðra vini hans.