Zuckerberg hæstánægður með auglýsingu Íslandsstofu

Mark Zuckerberg.
Mark Zuckerberg. AFP

Mark Zuckerberg, forstjóri Meta og stofnandi Facebook, er hæstnægður með nýja auglýsingu Íslandsstofu þar sem gert er stólpagrín að honum.

Í auglýsingunni fer leikarinn Jörundur Ragnarsson með hlutverk „Zack Mossbergsson” og sýnir að ekki er þörf á sýndarveruleika til að njóta íslenskrar náttúru.

„Magnað. Ég þarf að heimsækja Icelandverse bráðum. Ánægður með að þú notaðir sólarvörn líka,” skrifar Zuckerberg við færslu Íslandsstofu á Facebook þar sem auglýsingin er sýnd.

Færsla Zuckerberg.
Færsla Zuckerberg. Mynd/Skjáskot

Íslandsstofa svarar síðan Zuckerberg og segir hann ávallt velkominn í Icelandverse.

Facebook breytti ný­verið um nafn og heit­ir nú Meta. Þá kynnti fyr­ir­tækið einnig til leiks sýnd­ar­veru­leika­heim, Meta­verse. Aug­lýs­ing Inspired By Ice­land, sem er í um­sjón Íslands­stofu, vís­ar með aug­ljós­um hætti í kynn­ing­ar­mynd­bönd Meta.


 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio
Loka