Drottningin sögð hafa vigtað gesti

Elísabet II. Bretadrottning vill að allir fari saddir og sælir …
Elísabet II. Bretadrottning vill að allir fari saddir og sælir heim að loknum veisluhöldum. AFP

Meðlimir bresku konungsfjölskyldunnar þurfa að fylgja stífum reglum og ýmsum hefðum sem almúganum finnst stundum ekki í takt við raunveruleikann. Elísabet II. Bretadrottning er sögð hafa vigtað alla gesti sem komu til hallarinnar í hátíðlegan hádegisverð um jólin árið 2018. Þessa fornu hefð má rekja til valdatíðar Játvarðs VII. Bretakonungs.

Á drottningin meðal annars að hafa beðið þau Vilhjálm Bretaprins og Katrínu hertogaynju að stíga á forna vigt við komu þeirra í hádegisverðinn. Þá er það óstaðfest hvort þyngdarmælingarnar fari enn fram og séu órjúfanlegur hluti af jólahátíð konungsfjölskyldunnar eður ei.

Tilgangur drottningarinnar með þessu var sá að tryggja að gestirnir borðuðu vel og færu vel saddir heim eftir veisluhöldin. Page Six greinir frá.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar