Athafnamaðurinn Kristján Berg Ásgeirsson, betur þekktur sem Fiskikóngurinn, er að gefa út jólalagið Á Þorláksmessu - Skötulagið 2021 ásamt Sverri Bergmann. Kristján segist hafa gengið með það í maganum í 30 ára að búa til lag um skötu.
„Það eru sungið um allt en ég hef ekki heyrt að það sé til sérstakt skötulag, fyrr en þetta lag kom út. Ég fékk ég til liðs við mig söngvarann Sverrir Bergmann, til þess að hjálpa mér við að semja og flytja lagið,“ segir Kristján um lagið í fréttatilkynningu.
Fiskikóngurinn stefnir á að gefa út skötulag árlega hér eftir. „Ætlunin er að vera með árlegt „skötulag“ sem tilheyrir okkar Þorláksmessu. Þorláksmessa er risadagur fyrir marga, fólk safnast saman og gæðir sér á fiskmeti, skötu, saltfisk og jafnvel plokkfiski. Þetta er siður sem mér þykir einstaklega vænt um, ásamt þúsundum íslendinga. Hjá mörgum eru ekki jól, fyrr en búið er að borða vel kæsta skötu. Þorláksmessa er því stór samverustund fjölskyldna og vina,“ segir Kristján.