Söngkonan Adele opnaði sig í löngu viðtali við Opruh Winfrey um helgina. Adele sagði fyrrverandi eiginmann sinn hafi líklega bjargað lífi hennar þegar frægð hennar reist hratt. Í dag er hún skilin og hún er komin með nýjan kærasta.
Adele og fyrrverandi eiginmaður hennar Simon Konecki eiga soninn Angelo sem er níu ára. Söngkonan hætti að drekka þegar hún gekk í gegnum skilnaðinn. „Þegar ég áttaði mig á því að ég þyrfti að vinna í sjálfri mér hætti ég að drekka og byrjað að æfa mikið og annað til þess að halda einbeitingunni,“ sagði Adele í viðtalinu að því fram kemur á vef People.
Söngkonan á í góðu sambandi við fyrrverandi eiginmann sinn. Hún kynntist honum þegar hún var 23 ára og sonur þeirra kom í heiminn ári seinna. Adele varð ein frægasta söngkona í heimi á einu augnabliki og á þeim tíma var Konecki hennar stoð og stytta. „Ég held að Simon hafi örugglega bjargað lífi mínu ef ég á að vera hreinskilin. Hann kom á svo góðum tíma, stöðugleikinn sem hann og Angelo veittu mér, enginn hafði veitt mér slíkt öryggi áður. Ég var svo ung og hefði bara týnst í þessu öllu saman,“ sagði Adele við Winfrey. Adele segist enn treysta fyrrverandi eiginmanni sínum fyrir lífi sínum.
Adele er í sambandi með umboðsmanninum Rich Paul núna. Hún segir að þetta sé í fyrsta skipti sem hún er í sambandi og elskar sjálfa sig á sama tíma. Hún segist vera opin fyrir því að elska og vera elskuð af einhverjum öðrum. „Þetta er bara tímasetningin,“ sagði Adele sem segist vera mjög örugg með sjálfa sig.