Hugrún Birta fer til Púertó Ríkó

Hugrún Birta Egilsdóttir keppir í Miss World 16. desember í …
Hugrún Birta Egilsdóttir keppir í Miss World 16. desember í Púertó Ríkó.

Hugrún Birta Egilsdóttir mun keppa fyrir Íslands hönd í fegurðarsamkeppninni Miss World sem fram fer í Púertó Ríkó 16. desember. Greint var frá þessu á Instagram-síðu Miss World Iceland í gær. 

Þetta er ekki fyrsta fegurðarsamkeppnin sem Hugrún tekur þátt í en hún hefur áður keppt í keppninni Miss Supranational. 

Íslandi hefur gengið vel í Miss World í gegnum árin en þrjár konur hafa hlotið titilinn, Hólmfríður Karlsdóttir árið 1985, Linda Pétursdóttir árið 1988 og Unnur Birna Vilhjálmsdóttir árið 2005.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar