Tónleikum hins ítalska Andrea Bocelli hefur verið frestað fram til 21. maí árið 2022. Tónleikarnir áttu að fara fram í Kórnum hinn 27. nóvember næstkomandi en vegna sóttvarnareglna sem tóku gildi á laugardag hefur þeim verið frestað.
Sóttvarnareglurnar gilda til 8. dsemeber næstkomandi og í tilkynningu frá Sena Live er það harmað að þurfa að fresta tónleikunum með svo skömmum fyrirvara.