Twilight stjarna trúlofuð

Taylor Lautner fór á skeljarnar í síðustu viku, 11.11.21.
Taylor Lautner fór á skeljarnar í síðustu viku, 11.11.21. Skjáskot/Instagram

Leikarinn Taylor Lautner bað kærustu sína Tay Dome að giftast sér í síðustu viku. Lautner er hvað þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk í Twilight kvikmyndunum. 

Leikarinn virðist hafa undirbúið bónorðið vel miðað við myndirnar sem hann birti en þar má sjá hann krjúpandi á öðru hné umvafinn rósum fyrir framan arineld. 

„Og þannig rættust allar mínar óskir,“ skrifaði hinn rómantíski Lautner. Lautner og Dome opinberuðu samband sitt árið 2018 en Dome er hjúkrunarfræðingur. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar