Byrjaði að svelta sig sem barn

Í nærri tvo áratugi átti Rannveig Borg Sigurðardóttir í erfiðri glímu við átröskun. Mjög snemma var hún komin í vítahring þar sem hún þvingaði fram uppköst eftir máltíðir en henni tókst ekki að losna úr þessu mynstri fyrr en hún fluttist til Parísar í nám.

Nýlega gaf hún út bókina Fíkn sem hefur vakið verðskuldaða athygli og í þætti dagsins af Dagmálum fer hún yfir þennan kafla í lífi sínu í samtali við Berglindi Guðmundsdóttur.

Árið 2011 fluttist Rannveig ásamt níu mánaða syni sínum til Sviss þar sem hún býr enn og starfar sem lögfræðingur hjá Adecco Group AG, alþjóðlegu fyriræki sem er skráð á markað í Zürich. Undanfarin misseri hefur hún lagt stund á meistaranám í fíknifræðum við King's College í London í gegnum netið.

Í myndskeiðinu hér að ofan lýsir hún því hvernig átröskunin hófst hjá henni þegar hún var barn að aldri. Þátturinn í heild er aðgengilegur áskrifendum Morgunblaðsins hér en einnig er hægt að fá aðgang með vikupassa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar