Depp byrjuð með frönskum rappara

Lily-Rose Depp í september. Stjarnan er komin með nýjan kærasta.
Lily-Rose Depp í september. Stjarnan er komin með nýjan kærasta. AFP

Leikkonan Lily-Rose Depp er komin með nýjan mann. Sá heppni heitir Yassine Stein og er franskur rappari. Parið sást láta vel hvort að öðru á bílastæði við matvöruverslun í Los Angeles á dögunum.

Depp er sögð hafa byrjað að hitta Stein í september að því er fram kemur á vef Page Six. Stein er greinilega þekktur í Frakklandi en ekki í Bandaríkjunum. Depp er hálffrönsk en hún er dóttir leikarans Johnnys Depps og fyrr­ver­andi eig­in­konu hans, frönsku leikkonunnar Vanessu Para­dis.

Ungstirnið var áður í sambandi við leikarann Timothée Chalamet en þau léku saman í myndinni The King. Chalamet og Depp töluðu aldrei opinberlega um samband sitt en þau voru oft mynduð saman. Chalamet greindi hins vegar frá því í apríl 2020 að hann væri einhleypur. 

Lily-Rose Depp.
Lily-Rose Depp. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar