Tónlistarkonan Britney Spears fagnaði nýfundnu frelsi sínu með sínu fyrsta kampavínsglasi um helgina. Fór hún út að borða með unnusta sínum Sam Asghari og stefnir á að fagna frelsinu næstu tvo mánuði.
Þessu greindi Spears frá sjálf á Instagram en dómari úrskurðaði á föstudagskvöld að Spears myndi endurheimta sjálfræði sitt aftur. Spears var með lögráðamann í rúmlega þréttán ár en hefur nú losnað.
„Ég ætla að fagna frelsi mínu og afmælisdeginum mínum næstu tvo mánuði. Ég meina eftir 13 ár, ég held ég hafi beðið nógu lengi,“ skrifaði Spears. Hún verður fertug hinn 2. desember næstkomandi.
Spears þakkaði einnig aðdáendum sínum og lögmanni sínum, Methew Rosengart fyrir að berjast fyrir frelsi hennar.
Tónlistarkonan hefur ekkert gefið upp um hvað hún ætli að taka sér fyrir hendur nú þegar hún hefur endurheimt sjálfstæði sitt aftur. Þá segist hún alveg geta hugsað sér að snúa sér aftur að tónlist, en það sé þó ekki efst á forgangslistanum.