Heath Freeman er látinn

Leikarinn Heath Freeman er látinn.
Leikarinn Heath Freeman er látinn. Skjáskot/Instagram

Leikarinn Heath Freeman er látinn 41 árs að aldri. Freeman var þekktastur fyrir að leika morðingjann Howard Epps í þáttunum Bones. 

Umboðsmaður Freemans, Joe S. Montifiore, greindi frá andláti hans í gær. 

„Við erum miður okkar yfir fráfalli okkar heittelskaða Heath Freeman,“ sagði Montifiore í gær. Dánarorsök hefur ekki verið gerð opinber. 

Freeman vann nýverið að kvikmyndinni Devil's Fruit og ráðgert er að hún komi út á næsta ári. Hann hefur einnig leikið sem gestaleikari í fjölda þátta á borði við ER, NCIS, The Closer og Without a Trace.

Deadline

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar