„Konan mín hefði kosið Keanu Reeves“

Paul Rudd er kynþokkafyllsti maður heims að mati tímaritinu People.
Paul Rudd er kynþokkafyllsti maður heims að mati tímaritinu People. AFP

Leikarinn Paul Rudd ber nú titilinn kynþokkafyllsti maður heims en tímaritið People hefur staðið fyrir valinu síðustu ár. Valið var umdeilt í ár þar sem mörgum þykir leikarinn ekki búa yfir miklum kynþokka þó hann hafi margt annað til brunns að bera. 

Titillinn kom leikaranum í opna skjöldu og segir hann sjálfur að ef að eiginkona hans til 18 ára, framleiðandinn Julie Yaeger, hefði fengið tækifæri til þess að kjósa þá hefði hún kosið einhvern allt annan en eiginmann sinn. „Hún hefði kosið Keanu Reeves,“ sagði leikarinn í samtali við Extra fyrr í vikunni. 

Þeir sem hlotið hafa titilinn síðustu ár eru fagrir menn á borð við Geor­ge Cloo­ney, Brad Pitt og Michael B. Jor­d­an, sem hlaut út­nefn­ing­una í fyrra. Það þykir ekki ólíklegt að Keanu Reeves komi til með að taka við titlinum af vini sínum Rudd á næstu árum.  


   

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar