Baldwin hafi spilað rússneska rúllettu

Mamie Mitchell á blaðamannafundi í gær.
Mamie Mitchell á blaðamannafundi í gær. AFP

Í kæru gegn leikaranum Alec Baldwin er það fullyrt að handrit kvikmyndarinnar Rust hafi ekki krafist þess að hann myndi skjóta af byssu þegar hann skaut tökumanninn Halynu Hutchins til bana fyrir um mánuði.

Mamie Mitchell, umsjónarkona handritsins, höfðar málið á hendur Baldwin. Það var hún sem hringdi í lögreglu eftir atvikið. 

„Það var ekkert í handritinu sem kallaði á að Baldwin eða nokkur annar skyti úr byssunni,“ sagði Mitchell. 

Gloria Allred lögmaður Mitchell heldur hér utan um hana.
Gloria Allred lögmaður Mitchell heldur hér utan um hana. AFP

Lögmaður Mitchell hefur sakað Baldwin um að hafa spilað „rússneska rúllettu“ þegar hann skaut af byssunni án þess að kanna hvort hún væri hlaðin. 

Þá eru framleiðendur myndarinnar einnig nefndir í kærunni en hvorki þeir né Baldwin hafa brugðist við henni opinberlega.

Baldwin sjálfur hefur áður sagt að hann hafi verið fullvissaður um að byssan væri óhlaðin. 

Málið er enn í rannsókn en lögregla hefur ekki lagt fram ákæru. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup