Dagur B. persónulegri en hann ætlaði sér

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík tekur þátt í jólabókaflóðinu með bókinni Nýja Reykjavík – Umbreyting í ungri borg. Dagur greinir frá útgáfunni í færslu á Facebook og segir að bókin hafi orðið mun persónulegri en hann ætlaði í upphafi. 

„Ég hef gengið með það að í maganum – beinlínis árum saman – að skrifa bók um borgina okkar, umbreytingar undanfarinna ára og það sem er framundan. Hún er nú að koma út og varð á endanum miklu persónulegri og nokkuð stærri en ég hafði ætlað. Og myndirnar eru líka margfalt, margfalt fleiri. Það er alls konar rask á flutningakerfi heimsins en ég vona að hún komi jafnvel í sölu strax um helgina. En hugmyndin er líka að hægt verði að panta hana áritaða – en í takmörkuðu upplagi. Áhugasamir – endilega látið vita. Það er langt síðan ég hef verið jafn-spenntur að fá eitthvað í hendur. Svei mér þá,“ skrifar Dagur og birtir mynd af kápunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar