Grínistinn Pete Davidson fagnaði 28 ára afmæli sínu með Kardashian fjölskyldunni. Davidson er nú sagður vera í sambandi með athafnakonunni Kim kardashian. Rapparinn Flavor Flav deildi mynd á Instagram af sér, Davidson, Kardashian og móður hennar Kris Jenner.
„Fagnaði afmæli sonar míns sem ég ættleiddi Pete Davidson með goðsögnunum Kim Kardashian og Kris Jenner,“ skrifaði rapparinn við myndina.
Myndin hefur vakið töluverða athygli enda hefur mikið verið pískrað um mögulegt samband þeirra Kardashian og Davidson.
Mæðgurnar virðast hafa verið klæddar í eins jakkaföt en á myndinni sést að Kardashian er aðeins í buxunum á meðan Davidson er í jakka í stíl við buxurnar.
Kardashian og Davidson sáust haldast í hendur í Kaliforníu fyrir um mánuði síðan, stuttu eftir að Kardashian kom fram í þáttunum Saturday Night Live sem Davidson leikur í. Seinna sáust þau fara á stefnumót í New York.