Áströlsk fréttakona, Amelia Adams, skaut föstum skotum á Meghan í þætti sínum um daginn. Verið var að segja frá því að Meghan muni vera gestur hjá spjallþáttadrottningunni Ellen DeGeneres.
Brot var sýnt úr viðtali Meghan við Ellen þar sem Meghan talar um fátæklegan uppruna sinn og hvernig hún þurfti að harka til þess að koma sér á framfæri sem leikkona.
Undir lok myndbrotsins segir þá fréttakonan:
„Já, hún er bara að halda sér á jörðinni...í fjögur þúsund dollara blússu frá Oscar De La Renta. Óhætt er að segja að hún hafi færst ofar í keðjunni.“
Þetta verður fyrsta stóra sjónvarpsviðtal Meghan síðan hið margumtalaða Opruh Winfrey viðtal í mars síðastliðnum.
Kongungslegir álitsgjafar eru ekki sannfærðir um að orðræða hennar um fátækleg kjör hennar á uppvaxtarárum eigi sér hljómgrunn meðal almennings í Bandaríkjunum. En skemmst er að minnast þess að faðir hennar greiddi leið hennar í gegnum einkaskóla frá því hún var á leikskólaaldri og nú býr hún í glæsivillu. Þá hafði hún einnig talað um hvernig pabbi hennar bauð henni á dýra veitingastaði á uppvaxtarárunum. Það kom fram á gömlum Instagram reikningi hennar sem nú hefur verið eytt.
„Um hvað er hún að tala? Hún sótti dýrasta einkaskólann í Los Angeles en hún segir að þau hafi ekki átt fyrir mat? Á þeim tíma var pabbi hennar að vinna við frægan sjónvarpsþátt og vann Emmy verðlaun,“ segir konunglegur álitsgjafi.