Söngvarinn Birkir Blær komst í kvöld í fimm manna úrslit í Idol-söngkeppninni í Svíþjóð, en í þetta sinn söng hann dúett með söngleikjastjörnunni Peter Jöback.
Birkir þykir sem stendur annar tveggja vinsælustu keppandanna á samfélagsmiðlum og í sænskum fjölmiðlum, en um tvær milljónir manna horfa reglulega á keppnina í landinu.