Charlene prinsessa ekki í Mónakó

Charlene prinsessa sneri aftur heim til Mónakó eftir tíu mánuði …
Charlene prinsessa sneri aftur heim til Mónakó eftir tíu mánuði í Suður-Afríku. Þar var hún að glíma við erfið veikindi. AFP

Charlene prinsessa af Mónakó dvelur ekki í Mónakó, þetta staðfestir Albert prins í viðtali við fjölmiðilinn Monaco-Matin.

Hún er sögð vera að hvíla sig á leynilegum stað utan Mónakó. „Henni líður betur en hún þarfnast enn hvíldar. Hún er ekki í konungdæminu en við getum fljótlega farið að heimsækja hana,“ segir Albert.

„Ég get ekki tjáð mig meira um málið. Þetta er þreyta, ekki bara líkamleg, það er aðeins hægt að meðhöndla þetta með mikilli hvíld og eftirfylgni.“

Mikil umræða hefur verið um heilsu Charlene prinsessu og langa fjarveru hennar frá fjölskyldunni en hún er nýsnúin heim eftir 10 mánaða dvöl í Suður-Afríku. Við heimkomuna í síðustu viku var hún sögð hlakka til að verja tíma með fjölskyldu sinni en nú er staðfest að hún sé farin á brott aftur. 

Fjölskyldan varði litlum tíma saman í Suður-Afríku en Charlene var …
Fjölskyldan varði litlum tíma saman í Suður-Afríku en Charlene var þar í tíu mánuði samfleytt. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar