Athafnakonan Kim Kardashian og grínistinn Pete Davidson eru í sambandi. Hafa þau farið á nokkur stefnumót og staðfestir nú heimildamaður Page Six að þau séu raunverulega í sambandi.
Sögusagnir hafa verið á kreiki undanfarnar vikur að þetta ólíklega par væri í sambandi.
Kardashian, sem er 41 árs, og Davidson fögnuðu 28 ára afmæli hans saman í heimaborg hans, New York, á þriðjudag, en Kardashian er búsett í Los Angeles og flaug þvert yfir landið til að vera með honum á afmælisdaginn.