Spotify við Adele: „Hvað sem er fyrir þig“

Adele gaf út plötuna 30 á dögunum en um er …
Adele gaf út plötuna 30 á dögunum en um er að ræða fyrstu plötuútgáfu söngkonunnar í sex ár. AFP

Tónlistarkonan Adele hefur fengið tónlistarveituna Spotify til þess að fjarlægja svokallaðan „shuffle“ takka, sem blandar lögum handahófskennt, út af öllum plötusíðum á veitunni svo plöturnar spilist í réttri röð. 

„Við sköpum ekki plötur með svo mikilli umhyggju og setjum svo mikla hugsun inn í uppröðunina af engri ástæðu,“ sagði Adele um málið á Twitter. 

„List okkar segir sögu og fólk á að hlusta á sögur okkar eins og við sáum fyrir okkur. Takk fyrir að hlusta Spotify.“

Tónlistarveitan brást við færslunni með athugasemdinni: „hvað sem er fyrir þig“ og tók út möguleikann á því að fólk geti breytt uppröðun laga þegar það hlustar á heilu plöturnar.

Samt sem áður birtist „shuffle“ táknið enn á einstökum lögum plötum og á spilunarlistum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup