Tónlistarkonan Adele hefur fengið tónlistarveituna Spotify til þess að fjarlægja svokallaðan „shuffle“ takka, sem blandar lögum handahófskennt, út af öllum plötusíðum á veitunni svo plöturnar spilist í réttri röð.
„Við sköpum ekki plötur með svo mikilli umhyggju og setjum svo mikla hugsun inn í uppröðunina af engri ástæðu,“ sagði Adele um málið á Twitter.
This was the only request I had in our ever changing industry! We don’t create albums with so much care and thought into our track listing for no reason. Our art tells a story and our stories should be listened to as we intended. Thank you Spotify for listening 🍷♥️ https://t.co/XWlykhqxAy
— Adele (@Adele) November 21, 2021
„List okkar segir sögu og fólk á að hlusta á sögur okkar eins og við sáum fyrir okkur. Takk fyrir að hlusta Spotify.“
Tónlistarveitan brást við færslunni með athugasemdinni: „hvað sem er fyrir þig“ og tók út möguleikann á því að fólk geti breytt uppröðun laga þegar það hlustar á heilu plöturnar.
Samt sem áður birtist „shuffle“ táknið enn á einstökum lögum plötum og á spilunarlistum.