Tökur á Bachelor fara fram í Ingólfsskála

Tökur á raunveruleikaþættinum Bachelor fara fram í Ingólfsskála.
Tökur á raunveruleikaþættinum Bachelor fara fram í Ingólfsskála. mbl.is/Björn Jóhann Björnsson

Veitingastaðurinn Ingólfsskáli í Ölfusi hefur fengið nýtt hlutverk um stundar sakir en tökur á bandaríska raunveruleikaþættinum Bachelor fara nú þar fram.

Íslenskir aðdáendur Bachelor hafa margir glaðst yfir fréttum þess efnis að keppendur þáttarins séu nú staddir á landinu í ljósi þess að tökur þáttarins fara hér fram. 

mbl.is/Björn Jóhann Björnsson

Síðasta rósin

Ekki liggur fyrir hvað fer fram í Ingólfsskála en erlendir miðlar hafa greint frá því að piparsveinninn í ár Clayton Echard sé hér á landi ásamt síðustu þremur konunum í keppninni. Þykir þá líklegt að hann muni gefa síðustu rósina hérlendis.

Nánari útskýringar á því sem fer fram á veitingastaðnum verða aðgengilegar landsmönnum á næsta ári þegar þáttaröðin fer í loftið. Fyrsti þáttur verður sýndur í janúar 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar