Mistök að leika transkonu

Breski leikarinn Eddie Redmayne á frumsýningu The Danish Girl í …
Breski leikarinn Eddie Redmayne á frumsýningu The Danish Girl í London árið 2015. AFP

Óskarsverðlaunahafinn Eddie Redmayne segir að það hafi verið mistök að taka að sér hlutverk transkonu í kvikmyndinni The Danish Girl. Myndin kom út árið 2015 og var gagnrýnd fyrir að skarta ekki transleikkonu í aðalhlutverkinu. 

Redmayne, sem var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn, var líka gagnrýndur. „Nei, ég tæki þetta ekki að mér núna. Ég gerði myndina með góðum ásetningi en ég tel það hafa verið mistök,“ sagði Redmayne í viðtali við The Sunday Times um helgina.

Blaðamaður The Sunday Times bendir á að myndin hefði líklega ekki verið gerð án hans enda handritið legið fyrir í nokkur ár og fékk fyrst græna ljósið þegar Redmayne kom að borðinu. Hann hafði þá nýlega hlotið Óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt sem Stephen Hawking í myndinni The Theory of Everything.

Redmayne segir að margir fái ekki stól við borðið og þess vegna skapist gremja vegna hlutverkavals. Ef það skapist ekki jafnvægi haldi þessar rökræður áfram.

Eddie Redmayne.
Eddie Redmayne. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar