Tólf menn svara til saka í máli Kardashian

Tólf þurfa að svara til saka vegna ránsins.
Tólf þurfa að svara til saka vegna ránsins. AFP

Alls munu tólf manns þurfa að svara til saka fyrir dómara í París í Frakklandi í máli athafnakonunnar Kim Kardahsian. Fjöldi skartgripa og demanta var rænt af hótelherbergi hennar í borginni árið 2016 og var henni ógnað af ræningjunum.

Á meðal þeirra grunuðu, sem handteknir voru fjórum mánuðum eftir stuldinn er Aomar Ait Khedache, þekktur sem Old Omar, en hann er talinn vera höfuðpaurinn. Verðmæti skartgripanna sem sem ræningjarnir höfðu á brott með sér eru metnir á sjö milljónir bandaríkjadala. 

Saksóknari í París fer mest fram á 20 ára fangelsis dóm yfir hinum ákærðu. 

Innbrotið átti sér stað aðfaranótt 3. október árið 2016 á hóteli sem Kardashian dvaldi á meðan hún sótti tískuvikuna í parís. Fjöldi karlmanna braust inn á herbergi hennar, en nokkrir þeirra voru dulbúnir sem lögreglumenn. 

Tveir mannanna ógnuðu henni með byssu og héldu að henni á meðan hinir létu greipar sópa. Að lokum bundu þeir hana og kefluðu og skildu hana eftir á baðherberginu. Kardashian sagði síðar mennirnir töluðu ensku með þykkum frönskum heim. 

Á meðan ræningjarnir voru uppi á herbergi stóðu þrír menn vörð niðri og einn beið við stýrið á bíl. Þýfið hefur aldrei fundist en talið er að ræningjarnir hafi selt það í Belgíu.

Fyrir utan hótelið sem Kim Kardashian dvaldi á í október …
Fyrir utan hótelið sem Kim Kardashian dvaldi á í október 2016. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar