Athafnakonan Kim Kardashian og grínistinn Pete Davidson eru sögð vilja halda sambandi sínu lágstemmdu og fyrirferðarlitlu, að minnsta kosti í bili. Parið hefur þó viðurkennt að þau séu í sambandi en þau hafa sést á nokkrum stefnumótum undanfarnar vikur.
„Þau eru enn að kynnast hvort öðru, og þau vilja eins litla pressu og mögulegt er. Þau eru að reyna að fela sambandið,“ sagði heimildamaður Page Six.
„Þau fara á stefnumót. Þau eru ekki með neinn merkimiða. Þau fara á stefnumót og eru að kynnast, að finna út úr þessu,“ bætti heimildamaðurinn við.