Spacey gert að greiða bætur

Kevin Spacey.
Kevin Spacey. AFP

Bandaríska leikaranum Kevin Spacey hefur verið gert að greiða fyrirtækinu sem framleiddi þættina House of Cards 31 milljón Bandaríkjadala í bætur, sem jafngildir tæpum 4,1 milljarði íslenskra króna.

Dómstóll í Los Angeles í Bandaríkjunum komst að niðurstöðunni.

Spacey var ein helsta stjarna þáttanna þar til hann var rekinn eftir að upp komu ásakanir á hendur honum um kynferðisbrot. 

Í kjölfar ásakana á hendur Spacey þurfti framleiðslufyrirtækið að skrifa Spacey út úr þáttunum og fresta þar af leiðandi upptökum um tíma. Auk þess þurfti að fækka þáttum í sjöttu þáttaröðinni úr þrettán í átta.

Var það niðurstaða dómsins að Spacey þyrfti að greiða fyrirtækinu áðurnefndar bætur vegna óþægindanna sem hann olli með brotum sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup