Ný þáttaröð af raunveruleikaþáttunum Selling Sunset sem gerast á fasteignasölunni Oppenheim Group í Los Angeles komu inn á Netflix í vikunni. Aðstæður hafa heldur betur breyst síðan í síðustu þáttaröð þar sem annar eigandi fasteignasölunnar, Jason Oppenheim, er byrjaður með fasteignasalanum Chrishell Stause. Oppenheim segist elska Stause.
„Ég elska hana, já,“ sagði Oppenheim í viðtali við Page Six. Parið var búið að vinna saman í tvö ár á fasteignasölunni þegar þau tilkynntu að þau væru byrjuð saman.
Fasteignamógúllinn er nokkuð sama um alla þá athygli sem ástarlíf hans fær. „Ég er mjög hamingjusamur,“ sagði hann. „Við erum mjög hamingjusöm, svo hvaða máli skiptir kastljósið. Það skiptir mig ekki miklu máli. Ég er ekki vanur að lesa mikið af athugasemdum eða greinum.“
Þegar parið greindi frá sambandinu í sumar heyrðust gagnrýnisraddir enda Oppenheim einskonar yfirmaður Stause. Hann segist þó ekki vera hefðbundinn yfirmaður hennar. „Hún er ekki starfsmaður,“ sagði hann um kærustuna sína. „Hún er sjálfstæður verktaki eins og allir fasteignasalarnir svo mér finnst þetta kláralega öðruvísi en þegar yfirmaður er með starfsmanni.“
Í viðtali á vef Fox sagði Oppenheim að einn fasteignasali hefði ekki sýnt stuðning. „Við eigum sömu vinina. Allir voru mjög stuðningsríkir. Ég held að það hafi komið athugasemd frá að minnsta kosti einum fasteignasala sem sýndi ekki stuðning. En yfir höfuð þá sýndu allir mjög mikinn stuðning,“ sagði Oppenheim um sambandið. Hann sagði ekki hver fasteignasalinn var. Aðdáendur þáttanna vita hins vegar að Stause hefur átt í útistöðum við fasteignasalann Christine Quinn.
Stause var áður gift This is Us-stjörnunni Justin Hartley.