Höllin tekur sýningarréttinn af BBC

Katrín hertogaynja af Cambrigde mun verða kynnir á jólatónleikunum í …
Katrín hertogaynja af Cambrigde mun verða kynnir á jólatónleikunum í Westminster Abbey í byrjun desember. AFP

Breska sjónvarpsstöðin ITV hefur tryggt sér réttinn að jólatónleikum sem fara fram í Westminster Abbey í byrjun desember. Katrín hertogaynja af Cambrigde mun vera kynnir á tónleikunum. Breska ríkisútvarpið, BBC, átti sýningarréttinn að tónleikunum en nú hefur hann verið gefinn til ITV. The Times greinir frá. 

Ástæðan er sú að nýverið sýndi BBC heimildaþætti, Prinsarnir og pressan, sem fjalla um samband fjölskyldunnar við fjölmiðla. Konungsfjölskyldan hefur látið óánægju sína með heimildaþættina í ljós og sendu Elísabet II Bretlandsdrottning, Karl Bretaprins og Vilhjálmur Bretaprins frá sér sameiginlega yfirlýsingu í vikunni. 

Þar sögðu þau heimildaþættina hafa valdið þeim vonbrigðum. 

Ákvörðunin að færa sýningarréttinn frá BBC til ITV þykir reiðarslag fyrir breska ríkisútvarpið en konungsfjölskyldan hefur aldrei komið að góðgerðartónleikum sem sendir eru út í sjónvarpi. Þar að auki fer hertogaynjan með stórt hlutverk á tónleikunum og er fastlega gert ráð fyrir því að eiginmaður hennar, Vilhjálmur Bretaprins, og börnin þeirra þrjú, Georg, Karlotta og Lúðvík verði í salnum.

Haft er eftir heimildamanni The Sun að þetta sé gríðarlega stórt tækifæri fyrir einkareknu sjónvarpsstöðina ITV. „BBC hefur sjálfkrafa fengið sýningarréttinn á flestu frá konungsfjölskyldunni sem ríkismiðillinn. Nú virðist sem fjölskyldan muni vinna meira með ITV í framtíðinni,“ sagði ónefndur heimildamaður í fjölmiðlabransanum við The Sun. 

Konunglegir spekingar í Bretlandi velta því nú fyrir sér hvort jólaávarp drottningarinnar verði ekki heldur sýnt á ríkisfjölmiðlinum þetta árið, en BBC hefur alla tíð átt sýningarréttinn á því. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar