Jólatréð komið í Hvíta húsið

Dr. Jill Biden forsetafrú Bandaríkjanna tók á móti jólatrénu sem prýða mun gang Hvíta hússins í vikunni. Aðeins mánuður er til jóla og því margir farnir að setja sig í stellingar og skreyta.

Fyrst eiga þó Bandaríkjamenn eftir að halda þakkargjörðarhátíðina en dr. Biden og eiginmaður hennar, Joe Biden Bandaríkjaforseti, munu ekki verja hátíðardeginum í Hvíta húsinu. Þau ætla að eyða deginum á Nantucket-eyju ásamt fjölskyldu sinni en það hafa þau gert frá árinu 1975 með tveimur undantekningum. 

Dr. Biden tók við trénu með bros á vör en það kom venju samkvæmt á hestvagni að dyrum Hvíta hússins. Hún nýtti tækifærið og óskaði öllum góðra stunda yfir hátíðirnar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar