Birta fyrstu stikluna úr Svörtu söndum

Margir hafa tekið eftir blóðugri dagsetningu á samfélagsmiðlum síðustu daga, 25.12., en það er dagurinn sem fyrsti þáttur Svörtu sanda fer í loftið. Stöð 2 mun frumsýna fyrsta þátt á jóladag og svo næsta þátt strax kvöldið eftir á annan í jólum.

Glassriver framleiða, leikstjóri er Baldvin Z en hann, Aldís Amah Hamilton og lögreglumaðurinn Ragnar Jónsson skrifa handritið. Aldís fer sjálf með aðalhlutverkið í þáttunum, hlutverk Anítu. Með önnur helstu hlutverk fara Þór Tulinius, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Ævar Þór Benediktsson og Kolbeinn Arnbjörnsson.

Þættirnir fjalla um Anítu, þrítuga lögreglukonu, sem tekur að sér starf á æskuslóðum sínum sem er eina staðan sem henni býðst eftir að hafa verið neydd til að segja upp í Reykjavík. 

Hún hefur ekki komið í þorpið í 14 ár, sem er orðið túristagildra, umkringt svörtum söndum. Verst af öllu er að hún þarf að flytja inn til móður sinnar, Elínar, en samband þeirra er í molum í skugga erfiðrar fortíðar.

Þegar Aníta kemur í bæinn finnst lík ungrar konu við sandfjöruna, sem virðist hafa hrapað af bjarginu fyrir ofan ströndina. Rannsókn á málinu hefst ásamt núverandi lögreglustjóranum Ragnari, þorpslækninum Salómon og lögregluteyminu á staðnum. Ekkert saknæmt virðist hafa átt sér stað fyrr en vinkona hinnar látnu finnst seinna um kvöldið, hrakin og alblóðug.

Á meðan rannsóknin heldur áfram að vinda upp á sig endar Aníta í miðju eldheits ástarþríhyrnings sem er ekki að einfalda málin fyrir henni. Það kemur í ljós að lögreglan á staðnum hefur ekki sinnt rannsóknum sem skyldi og möguleg tengsl eru á milli fleiri mála. Uppgjör við móður hennar er óumflýjanlegt. Aníta sogast niður dimman hyl fortíðar í leit að mögulegum fjöldamorðingja og uppgjörið breytist í martröð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur unnið vel og skipulega og hefur nú lokið verkefni þínu í tæka tíð. Einhverra hluta vegna veita samstarfsmenn þér einstaklega mikinn stuðning.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur unnið vel og skipulega og hefur nú lokið verkefni þínu í tæka tíð. Einhverra hluta vegna veita samstarfsmenn þér einstaklega mikinn stuðning.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar