Jólaauglýsing Posten í Noregi hefur vakið mikla athygli. Í auglýsingunni eignast jólasveinninn kærasta sem hann hittir bara á jólunum. Auglýsingin þykir einstaklega hugljúf og falleg en hún var gerð í tilefni af því að 50 ár eru liðin frá að samkynhneigð var leyfð.
Titill auglýsingarinnar, sem hefur vakið heimsathygli, er When Harry met Santa og vísar þar í rómantísku gamanmyndina When Harry Met Sally frá árinu 1989. Yfir ein milljón hefur horft á auglýsinguna með enskum texta á YouTube-rás Posten og hafa 1,8 milljónir horft á hana án texta.