Var hætt komin í Suður-Afríku

Charlene prinsessa var hætt komin í Suður-Afríku.
Charlene prinsessa var hætt komin í Suður-Afríku. AFP

Charlene Mónakóprinsessa er sögð hafa verið hætt komin í Suður-Afríku, þetta segja vinir hennar og skilja ekki af hverju höllin gerir lítið úr hversu alvarleg veikindi hennar voru.

„Það er ósanngjarnt að það sé látið eins og hún glími við einhvers konar andleg veikindi,“ sagði einn heimildarmanna. „Við skiljum ekki af hverju höllin gerir lítið úr þeirri staðreynd að hún var næstum því dáin í Suður-Afríku.“

Prinsessan var með svæsna sýkingu í eyrum, kinnholum og hálsi sem gerði það að verkum að hún átti erfitt með að kyngja.

„Hún hefur þurft að vera á fljótandi fæði í sex mánuði og misst næstum hálfa líkamsþyngd sína. Hún er ekki að glíma við andleg veikindi. Hún er örmagna eftir að hafa verið alvarlega veik í sex mánuði og ekki getað nærst. Hún saknaði barna sinna og eiginmanns mjög mikið en mátti ekki ferðast,“ segir heimildarmaður.

Albert prins hefur sagt að Charlene dveljist nú á heilsuhæli utan Mónakó. Staðsetningunni er haldið leyndri til þess að vernda einkalíf hennar. „Hún var augljóslega þreytt, bæði andlega og líkamlega,“ sagði Albert prins í viðtali við People. 

„Dagleg verkefni voru henni ofviða, bæði hvað varðar fjölskyldu og vinnu. Hún var ekki búin að sofa vel í fleiri daga og hafði lítið nærst. Í slíku ástandi er maður næmari fyrir alls konar veikindum eins og kvefi, flensu eða, Guð hjálpi okkur, Covid.

Ég veit að það er mikið slúðrað en ég get sagt að þetta er ekki Covid, þetta er ekkert krabbameinstengt og það eru engir sambandsörðugleikar. Þá er þetta ekki tengt neinum lýtaaðgerðum.

Prinsessan hafði ákveðið þetta úrræði áður en hún sneri heim til Mónakó. Hún vildi þetta. Hún vissi að best væri að hvíla sig og hlúa að sér í samvinnu við heilbrigðismenntaða sérfræðinga.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur unnið vel og skipulega og hefur nú lokið verkefni þínu í tæka tíð. Einhverra hluta vegna veita samstarfsmenn þér einstaklega mikinn stuðning.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur unnið vel og skipulega og hefur nú lokið verkefni þínu í tæka tíð. Einhverra hluta vegna veita samstarfsmenn þér einstaklega mikinn stuðning.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar