Betra með hverju árinu

Jólagestir Björgvins. Frá vinstri: Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Svala Björgvins, Gissur …
Jólagestir Björgvins. Frá vinstri: Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Svala Björgvins, Gissur Páll Gissurarson, Stefanía Svavars, Björgvin gestgjafi, Högni Egilsson, Margrét Rán, Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Sverrir Bergmann.

Tónlistarviðburðurinn „Jólagestir Björgvins“ (jolagestir.is) verður í Laugardalshöllinni (frjálsíþróttahöllinni) laugardaginn 18. desember. „Öllum reglum um sóttvarnir verður fylgt og tónleikarnir fara fram,“ leggur Björgvin áherslu á. Tvennir tónleikar eru í boði auk þess sem hægt er að kaupa miða í streymi.

„Jólagestir Björgvins“ fara nú fram í 15. sinn. Gunnar Helgason leikstýrir veislunni og Björn G. Björnsson er handritshöfundur. „Það er svo gaman að vinna með stórum hópi frábærs listafólks og þetta verður skemmtilegra með hverju árinu,“ segir Björgvin Halldórsson. „Ferlið er reyndar mun lengra en 15 ár,“ bendir hann á og rifjar upp að hann hafi haldið jólatónleika og boðið upp á mat við dekkuð borð að bandarískri fyrirmynd á Hótel Hilton í um hálfan áratug. Fyrir um 15 árum hafi hann síðan haldið ferna tónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands ásamt Ísleifi Þórhallsyni og hans teymi í Senu Live og troðfyllt Laugardalshöllina í öll skiptin. „Það var svo gaman og þá fengum við þá hugmynd byggða á jólagestaplötum mínum að búa til jólatónleika, „Jólagesti Björgvins“, og þeir hafa gengið framar öllum björtustu vonum.“

Valinn maður í hverju rúmi

Gestir hans í ár eru Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Gissur Páll Gissurarson, Högni Egilsson, Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, Margrét Rán, Stefanía Svavars, Svala Björgvins og Sverrir Bergmann. Stórsveit Jólagesta undir stjórn Þóris Baldurssonar spilar undir, en auk þess koma fram strengjasveit, sem Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir stjórnar, Reykjavík Gospel Company og Óskar Einarsson stjórnandi, Karlakórinn Fóstbræður ásamt stjórnandanum Árna Harðarsyni, Barnakór Kársnesskóla undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur og dansarar úr Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar. „Svo er þetta í tíunda skipti sem við erum með Jólastjörnuna,“ minnir Björgvin á, en krakkar 14 ára og yngri hafa árlega tekið þátt í söngkeppninni „Leitinni að Jólastjörnunni“, Sjónvarp Símans hefur sýnt frá keppninni og sigurvegararnir komið fram á tónleikunum.

Frægðarsól Björgvins hefur risið hátt á löngum ferli og hann segir erfitt að gera upp á milli einstakra verka. „Ég hef hljóðritað yfir 900 lög, er að leggja drög að nýrri sólóplötu og „Jólagestir Björgvins“ eru hátt á lofti.“ Hann segir að undirbúningurinn taki um hálft ár og að tónleikunum loknum sé farið yfir hvað hafi gengið vel og hvað mætti betur fara. „Við hugsum alltaf um að bæta okkur, vera ekki með sömu piparkökurnar ár eftir ár heldur bjóða upp á nýjar og ferskar í hvert sinn.“ Í því sambandi nefnir hann að árlega bætist nýir söngvarar í hópinn og efnisskráin sé með ólíkum hætti frá ári til árs.

Í fyrra voru engir gestir í sal og tónleikunum streymt. Björgvin segir að miðar hafi verið keyptir í 25 löndum, allt frá Norðurlöndum til Nýja-Sjálands, og áfram verði boðið upp á þá þjónustu en gaman verði að vera aftur með gesti í sal. „Við höfum brugðist við ástandinu, skiptum salnum í 500 manna svæði, erum með númeruð sæti í 500 manna stólaeyjum og vorum klár í það frá upphafi, allir fara í skyndipróf vegna veirunnar og engin vandamál. Umgjörðin er örugg og fólk þarf ekkert að óttast, við tökum þetta alla leið og tónleikarnir fara fram.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup