Elskar föður sinn á ný eftir Get Back

Julian og Sean Lennon við frumsýningu Get Back.
Julian og Sean Lennon við frumsýningu Get Back. AFP

Ný heimildarmynd Peters Jackson, Get Back, sem fjallar um upptökur Bítlanna á því sem á endanum varð að Let it Be-plötunni, hefur vakið mikla athygli og hreyft við ýmsum tilfinningum hjá mörgum ungum sem öldnum aðdáendum hljómsveitarinnar.

Julian Lennon, eldri sonur Johns Lennon, er einn af þeim, en hann sá myndina á sérstakri frumsýningu í Los Angeles á mánudaginn í síðustu viku ásamt Sean Lennon, hálfbróður sínum. 

Sagði Lennon í Instagram-færslu frá því að hann hefði verið yfir sig hrifinn af myndinni, og að hún hefði fyllt sig af stolti. Þá sagði Julian að myndin hefði fengið sig til þess að elska John föður sinn aftur á ólýsanlegan hátt, en Julian hefur áður greint frá því hvernig hann hafi átt í flóknu sambandi við föður sinn, ekki síst eftir að John ákvað að skilja við Cynthiu, móður Julians, og taka saman við Yoko Ono, móður Seans. 

Myndin er nú sýnd í þremur hlutum á streymisveitunni Disney+, en Jackson fór í gegnum urmul af myndefni til þess að búa hana. Er endanlegur afrakstur um sex klukkutímar að lengd, og eru flestir sammála um að hún sýni öllu hamingjusamari mynd af Bítlunum í upphafi ársins 1969, en áður hafði verið talið að hljómsveitin hefði verið á barmi þess að leggja upp laupana við upptökurnar á Let it Be. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach