Rímnaflæði rappkeppni unga fólksins fer fram á netinu í ár í samstarfi við UngRúv. Almenningur getur tekið þátt í því að velja sigurvegara keppninnar í gegnum netkosningu sem fer fram á vef Rúv.
Keppnin var fyrst haldin árið 1999 og hefur það að markmiði að vera stökkpallur ungra og efnilegra rappara úr félagsmiðstöðvum til þess að skapa sér nafn í tónlistarheiminum.
Keppendur eru á aldrinum 13-16 ára. Á síðasta ári sigraði Jónas Víkingur Árnason keppnina frá félagsmiðstöðinni 101.