Rooney-hjónin saman eftir mikla erfiðleika

Hjónin Coleen og Wayne Rooney.
Hjónin Coleen og Wayne Rooney. AFP

Knattspyrnumaðurinn Wayne Rooney og eiginkona hans Coleen láta ekki oft sjá sig saman opinberlega. Þau mættu þó saman á frumsýningu myndarinnar ROBBO: The Bryan Robson Story í Manchester á fimmtudaginn og brostu framan í myndavélarnar. 

Rooney-hjónin hafa gengið í gegnum súrt og sætt í hjónabandi sínu en allt virtist leika í lyndi á frumsýningu myndarinnar um knattspyrnustjörnuna Bryan Robson. Hjónin byrjuðu saman sem unglingar og hafa gengið í gegnum margt.

Það hafa oft birst skilnaðarfréttir í fjölmiðlum og sögur af drykkjuvandræðum fótboltakappans ósjaldan á síðum breskra götublaða. Hjónin, sem eiga fjóra syni, eru þó enn saman eins og sést á myndunum og er Rooney búin að fyrirgefa eiginmanni sínum. „Ég fyr­ir­gaf hon­um en þetta var óviðun­andi,“ sagði frú Roo­ney um skan­dal sem átti sér stað með þrem­ur vænd­is­kon­um árið 2002. 

Coleen og Wayne Rooney mættu saman á frumsýningu ROBBO: The …
Coleen og Wayne Rooney mættu saman á frumsýningu ROBBO: The Bryan Robson Story. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar