Knattspyrnumaðurinn Wayne Rooney og eiginkona hans Coleen láta ekki oft sjá sig saman opinberlega. Þau mættu þó saman á frumsýningu myndarinnar ROBBO: The Bryan Robson Story í Manchester á fimmtudaginn og brostu framan í myndavélarnar.
Rooney-hjónin hafa gengið í gegnum súrt og sætt í hjónabandi sínu en allt virtist leika í lyndi á frumsýningu myndarinnar um knattspyrnustjörnuna Bryan Robson. Hjónin byrjuðu saman sem unglingar og hafa gengið í gegnum margt.
Það hafa oft birst skilnaðarfréttir í fjölmiðlum og sögur af drykkjuvandræðum fótboltakappans ósjaldan á síðum breskra götublaða. Hjónin, sem eiga fjóra syni, eru þó enn saman eins og sést á myndunum og er Rooney búin að fyrirgefa eiginmanni sínum. „Ég fyrirgaf honum en þetta var óviðunandi,“ sagði frú Rooney um skandal sem átti sér stað með þremur vændiskonum árið 2002.