Sæþór sigraði í Den store bagedyst

Sæþór er keppandi í Den store bagedyst.
Sæþór er keppandi í Den store bagedyst. Ljósmynd/Instagram

Sæþór Kristínsson vann í kvöld danska bökunarþáttinn Den store bagedyst. 

Sæþór trúði ekki sínum eigin eyrum þegar þáttastjórnandinn Timm Vladimir lýsti því yfir að hann hefði unnið.

Sæþór viðurkenndi í þættinum að hafa haldið að Timm væri að atast í honum en svo var ekki og var hann því sigurvegari þáttarins. 

Þurfti að halda sigrinum leyndum 

Úrslitaþátturinn sem var sýndur í dönsku sjónvarpi í kvöld var í raun tekinn upp fyrir nokkrum mánuðum og Sæþór hefur þurft að halda því leyndu að hann hafi unnið. 

Honum líður loksins eins og hann hafi raunverulega unnið eftir að þátturinn var sýndur fyrr í kvöld. 

Í úrslitunum bakaði Sæþór meðal annars íslenska eldfjallaköku sem dómarar þáttarins voru yfir sig hrifnir af. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar