Gorillaz-kvikmynd í undirbúningi

Damon Albarn með Esjuna í baksýn.
Damon Albarn með Esjuna í baksýn. mbl.is/Einar Falur

Kvikmynd um hljómsveitina Gorillaz er í undirbúningi. Damon Albarn, sem stendur á bak við sveitina ásamt teiknaranum Jamie Hewlett, segir að Netflix ætli sér að framleiða myndina og er handritsgerð í fullum gangi.

„Ég er hjá Netflix af því að við erum að gera Gorillaz-mynd í fullri lengd í samstarfi við Netflix,“ sagði Albarn, að því er Ign greindi frá.

Kvikmynda- og sjónvarpsverkefni tengd Gorillaz hafa áður verið í vinnslu án þess að hafa orðið að veruleika. Árið 2017 greindi Hewlett frá því að tíu þátta Gorillaz-sería væri á leiðinni og einnig sagði hann að kvikmynd væri í undirbúningi í samstarfi við Dreamworks.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup