Kvikmynd um hljómsveitina Gorillaz er í undirbúningi. Damon Albarn, sem stendur á bak við sveitina ásamt teiknaranum Jamie Hewlett, segir að Netflix ætli sér að framleiða myndina og er handritsgerð í fullum gangi.
„Ég er hjá Netflix af því að við erum að gera Gorillaz-mynd í fullri lengd í samstarfi við Netflix,“ sagði Albarn, að því er Ign greindi frá.
“I’m in LA because we’re making a full-length @gorillaz film with Netflix. We’re having a writing session in Malibu this afternoon…” 👀 pic.twitter.com/Q1bRcMyz2s
— Damon Albarn Unofficial (@DamonUnofficial) November 10, 2021
Kvikmynda- og sjónvarpsverkefni tengd Gorillaz hafa áður verið í vinnslu án þess að hafa orðið að veruleika. Árið 2017 greindi Hewlett frá því að tíu þátta Gorillaz-sería væri á leiðinni og einnig sagði hann að kvikmynd væri í undirbúningi í samstarfi við Dreamworks.